Lamb í víni


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 5017

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lamb í víni.

1 1/2 kíló lambakjöt
Hveiti
3 hvítlauksgeirar
Salt
Pipar
2 skinkusneiðar
2 bollar rauðvín
4 lárviðarlauf
3 gulrætur
1 laukur
3-5 matskeiðar tómatkraftur
Tímían
Steinselja
Smjör til steikingar
100 grömm rjómaostur

Aðferð fyrir Lamb í víni:

Skerið kjötið í bita og veltið því upp úr hveiti. Skerið laukinn í sneiðar, pressið hvítlaukinn og skerið gulræturnar í sneiðar. Brúnið kjötið í smjörinu en ekki alllt í einu, takið það upp og brúnið lauk, hvítlauk, og gulrætur. Bætið kjötinu út í. Hellið rauðvíninu út í (þannig að fljóti vel yfir). Bætið lárviðarlaufi út í ásamt kryddi og tómatkrafti. Látið sjóða í 10-15 mínútur. Bætið rjómaostinum út í og hitið þar til hann er bráðnaður. Berið fram með hrísgrjónum og kartöflum.

þessari uppskrift að Lamb í víni er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 13.01.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lamb í víni
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Lamb í víni