LakkrískakaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3762 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lakkrískaka. 250 gröm smjörlíki 2 stórir bollar sykur 2 egg 4 stórir bollar hveiti 4 teskeiðar lyftiduft 1 matskeiðar kakó 1 lítill pakki lakkrískonfekt 2 desilítrar sjóðandi vatn Aðferð fyrir Lakkrískaka: Lakkrískonfektið brytjað gróft og sett í skál. Sjóðandi vatni hellt yfir, látið bíða. Smjörlíki og sykri hrært saman, eggjunum bætt í. Hrært. Hveiti, lyftidufti ásamt kakói sáldað saman við. Vætt í með vatninu frá lakkrísnum og hann látinn fara með í degið. Bakað í þremur meðalstórum jólakökuformum, við 180 gráður í 50-60 mínútur. Ef degið verður óþarflega þurrt má bæta örlitlu vatni út í. Kakan er hentug fyrir þá sem eru með mjólkuróþol. þessari uppskrift að Lakkrískaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 08.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|