KryddsmjörÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5855 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kryddsmjör. 200 grömm smjör 2 hvítlauksrif 10 graslaukssprotar Salt Pipar Aðferð fyrir Kryddsmjör: Takið smjörið úr ísskáp og látið standa á borði í dágóða stund. Þegar það er orðið mjúkt og hæft til að hræra eru hvítlauksrifin pressuð út í, graslaukurinn skorinn smátt og kryddað með salti og pipar. Hrærið öllu innihaldi vel saman, setjið í kæli örlitla stund, takið síðan fram smjörpappír og setjið smjörið þar á og rúllið upp í lengju. Geymið í lokuðum umbúðum í smjörpappírnum og kælið fram að notkun. þessari uppskrift að Kryddsmjör er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|