Kryddlegið lambalæriÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4444 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kryddlegið lambalæri. 1 lambalæri 1-1,5 kilo Setjið eftirfarandi í matvinnsluvél: 200 gram brauðrasp ólitað 1 desilítri söxuð steinselja 8 hvítlauksrif 1-1,5 desilítri Edmund Fallot dijon sinnep Maukið vel saman Aðferð fyrir Kryddlegið lambalæri: Berið maukið utan á lærið. Setjið í eldfast mót og í 130 gráðu heitan ofn í 1,5 klukkustund. Hækkið hitan í 200 gráður og brúnið lærið í 5 mínútur í viðbót til að fá stökka skorpu. Látið lærið standa í smá stund áður en það er borið fram. þessari uppskrift að Kryddlegið lambalæri er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttir þann 21.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|