Krydduð kjötspjótÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2410 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Krydduð kjötspjót. 500 gröm hakk (8-12%) 100 gröm brauð 2 desilítrar vatn 5 teskeiðar steinselja (skorin smátt) 1/2 hvítlauksgeiri Pipar 1/2 teskeið kanil 1 teskeið smjör 4 desilítrar jógúrt (látið evt. drjúpa af því í kaffifilter) 1 gúrka 1 búnt dill Salt og pipar Aðferð fyrir Krydduð kjötspjót: Rífið brauðið í litla bita, hellið vatni yfir og látið liggja í bleyti í 10 mínútur. Hakk, steinselja, hvítlaukur, kanil, salt og pipar er hrært saman við. Skiftið farsinu í 12-16 hluta, og formið "vindla". Setjið vindlana á spjót. Penslið kjötið með smjöri. Steikið spjótin í cirka 10 mínútur, efst í 250 gr. heitum ofni. Það er einnig hægt að gera 8-10 buff úr farsinu, pensla þau og steikja í 15 mínútur. Smakkið jógúrtið til með gúrkubitum án kjarna. Skreytið með dilli og berið fram með kjötinu ásamt hrísgrjónum og tómatasalati (tómatbátar í kryddedikki, kryddaðir með salti og niðurskornum lauk). þessari uppskrift að Krydduð kjötspjót er bætt við af Sylvíu Rós þann 19.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|