Kótilettur með fyllinguÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4188 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kótilettur með fyllingu. 1/2 lambahryggur, stór (sagaður langsum, úrbeinaður) 15 grömm smjör 750 grömm kartöflur 2 1/2 desilítri mjólk 160 grömm rifinn 26% ostur Fylling: 1 laukur, saxaður 2 sellerístilkar, saxaðir 30 grömm smjör 2 matskeiðar brauðmylsna Salt og pipar Aðferð fyrir Kótilettur með fyllingu: Skerið hrygginn í 2-2 1/2 cm sneiðar. Látið lauk og sellerí krauma í smjörinu í 2-3 mínútur. Hrærið brauðmylsnu, salti og pipar saman við. Kælið. Hitið ofninn í 190 gráður. Skerið vasa í hverja kjötsneið, þá hlið sem snéri að beininu. Skiptið fyllingunni niður í vasana. Saumið fyrir og snöggsteikið kjötið á hvorri hlið í 15 grömmum af smjöri. Afhýðið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Raðið þeim á eldfast fat, stráið salti og pipar á milli laga. Takið sauminn úr kjötinu og raðið því ofan á kartöflurnar. Hellið mjólkinni yfir og stráið rifnum ostinum yfir að lokum. Bakið í 45-50 mínútur. þessari uppskrift að Kótilettur með fyllingu er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|