Klaustursbleikja![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3427 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Klaustursbleikja. 4-5 flök klaustursbleikja 1 stór poki spínat 5-6 rif hvítlaukur eða eftir smekk Salt og pipar Sætar kartöflur 1-2 búnt af vorlauk ½ lítri AB mjólk Sætt sinnep Hunanag Graslaukur ![]() Aðferð fyrir Klaustursbleikja: Flökin steikt á pönnu eða í ofni og krydduð með salti og pipar. Spínatið steikt á pönnu upp úr góðri olíu og hvítlaukurinn marinn saman við þegar það er orðið mjúkt. Smá salti stráð yfir og tekið af hitanum. Þessu er svo skipt á flökin þegar þau eru borin fram. Kartöflurnar soðnar þar til þær eru mjúkar þá eru þær maukaðar og mýktar í olíu á pönnu og síðan blandað saman við. AB mjólkin er sett í mjög fínt sigti (eða kaffifilter) og látið síga af henni í 2-3 tíma. Síðan er hún sett í skál og bragðbætt með sætu sinnepi og hunangi eftir smekk. Að lokum er ferskur graslaukur klipptur yfir. þessari uppskrift að Klaustursbleikja er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|