Kjúklingur med spagetti


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 2853

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur med spagetti.

1/2 bolli saxaður laukur
1/2 bolli söxuð paprikka
2 matskeiðar smjör
1 dós tómatar
1/2 teskeiðar salt
1/4 teskeiðar pipar
220 grömm spagetti, soðið
1 bolli smátt skorið kjúklingakjöt
1 bolli söxuð skinka
250 grömm ostur
Nokkrar ostasneiðar

Aðferð fyrir Kjúklingur med spagetti:

Hitið ofninn í 175 gráður. Látið lauk og paprikku krauma í smjörinu, þangað til það er meyrt. Bætið tómötum og kryddi saman við og að lokum spagettíi, kjúklingakjöti, skinku og 250 grömmum af rifnum osti. Blandið vel. Látið blönduna í eldfast mót og bakið í um það bil 25 mínútur við 175 gráður. Raðið ostasneiðum yfir og bakið þar til osturinn hefur bráðnað.

þessari uppskrift að Kjúklingur med spagetti er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 28.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingur med spagetti
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklingur med spagetti