Kjúklingur með myntuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3027 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með myntu. 4-8 skinnlausar bringur Sítrónupipar Olía til steikingar 600 grömm sveppir, saxaðir 2 hvítlauksrif, pressuð Safi úr 1/2 sítrónu 3/4 bolli rjómi 1/2 bolli ferskur parmesanostur, nýrifinn 2 matskeiðar fersk mynta, söxuð Aðferð fyrir Kjúklingur með myntu: Olían er hituð á pönnu, kjúklingabringurnar steiktar í 2 mínútur og kryddaðar með pipar. Kjúklingurinn er tekinn af pönnunni og settur til hliðar. Steikið sveppina í olíunni og látið hvítlaukinn saman við, Síðan er kjúklingurinn settur aftur á pönnuna og sveppirnir yfir. Þá er sítrónunni hellt yfir og svo rjómanum. Stráið svo rifna ostinum yfir og lokið pönnunni. Sjóðið við vægan hita í um það bil 7 mínútur. Stráið að lokum myntu yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram. þessari uppskrift að Kjúklingur með myntu er bætt við af Sylvíu Rós þann 14.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|