Kjúklinur með mascarpone


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4603

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklinur með mascarpone.

400 grömm pasta
300 grömm kjúklingabringur
1 laukur
25 grömm smjör eða 2 matskeiðar olía
2 desilítrar hvítvín
1 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur
150 grömm mascarpone eða sýrður rjómi
1 teskeið rifinn sítrónubörkur
1 matskeið sítrónusafi
Etv. kapers
Salt og pipar

Skraut:
Basílikumblöð
Rifinn parmesanostur

Aðferð fyrir Kjúklinur með mascarpone:

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Hellið því í sigti, þegar það er soðið og látið vatnið drjúpa af. Skerið kjúklinginn í teninga. Saxið laukinn. Steikið laukinn og kjúklinginn í smjöri eða olíu. Hellið hvítvíninu í potinn, látið þetta sjóða aðeins. Bætið soði, mascarpone, sítrónuberki, sítrónusafa og etv. kapers. Látið þetta malla í cirka 5 mínútur, hrærið í á meðan. Smakkið til með salti og pipar. Blandið þessu saman við pastað og skreytið með basílikumblöðum og parmesan.


þessari uppskrift að Kjúklinur með mascarpone er bætt við af Sylvíu Rós þann 26.03.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklinur með mascarpone
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklinur með mascarpone