Kjúklingur með kexiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4196 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með kexi. 6 kjúklingabringur Salt og pipar Hveiti 1 pakki Ritzkex 3 matskeiðar matreiðslurjómi 3 matskeiðar estragon 2 matskeiðar Dijon sinnep 2 eggjarauður (pískaðar) Aðferð fyrir Kjúklingur með kexi: Kryddið bringurnar með salti og pipar og veltið þeim upp úr hveiti. Pískið eggjarauðurnar með sinnepi og bætið rjóma út í. Brjótið kexið þannig að úr verði rasp (gott er að setja það í poka og kremja það). Blandið estragoni í. Veltið bringunum fyrst upp úr sinnepsblöndunni og svo upp úr kexblöndunni. Látið standa í ísskáp í 3-5 tíma. Steikið í 10 mínútur á hvorri hlið, eða þar til kjötið er steikt í gegn. þessari uppskrift að Kjúklingur með kexi er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|