Kjúklingur með beikoniÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 16516 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með beikoni. 4 kjúklingabringur 125 grömm rjómaostur með kryddblöndu 50 grömm rifinn ostur 2 teskeiðar grófkorna sinnep eða dijon sinnep Nýmalaður pipar 8-12 sneiðar magurt beikon 250 grömm kirsuberjatómatar Aðferð fyrir Kjúklingur með beikoni: Hitaðu ofninn í 200 gráður. Leggðu kjúklingabringurnar á bretti og skerðu djúpan vasa í aðra hliðina á hverri þeirra með beittum hníf. Hrærðu saman rjómaosti, rifnum osti og sinnepi. Skiptu blöndunni í fjóra hluta og fylltu bringurnar. Kryddaðu þær með dálitlum pipar og vefðu svo 2-3 beikonsneiðum utan um hverja bringu. Raðaðu þeim í eldfast mót og dreifðu tómötunum í kring. Steiktu kjúklinginn og tómatana í ofninum, í um 20 mínútur, eða þar til bringurnar eru steikar í gegn og ostayllingin farin að bráðna. Berðu bringurnar og tómatana fram í mótinu eða settu á fat, skafðu bráðinn ost og soð úr mótinu, hærðu það saman og berðu það fram með sem sósu. þessari uppskrift að Kjúklingur með beikoni er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|