Kjúklingur með ananas


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8243

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með ananas.

2 kjúklingabringur
1 dós anans og safinn
Hvítlaukur eftir smekk, pressaður
Fínsaxaður engifer
Smá sojaósa
Chilliflögur
1 kúrbítur skorinn í stangir
4 gulrætur skornar í stangir
1 rauð paprika skorin í strimla
3-4 vorlaukar, skornir í sneiðar
1 dós kókosmjólk
1 teskeið sambal oelek
1 matskeið púðursykur
Salt
Nýmalaður pipar


Aðferð fyrir Kjúklingur með ananas:

Skerið kjúklingin í bita og leggjið í ananassafan ásamt hvítlauk og finsöxuðum engifer, smá sojasósu, chili og púðursykur. Hrærið allt saman og hellið því í poka. Látið þetta liggja í ísskáp í allavega 6 tíma.

Hellið vökvanum úr pokanum og hitið wokpönnu. Svissið kjúllan og kryddið með pipar. Hellið þessu í skál. Setjið smá meiri olíu á pönnuna og svissið grænmetið. Kryddið með salti og pipar. Setjið svo kjúklinginn aftur á pönnuna og hellið kókosmjólkinni saman við. Látið þettta malla smá og berið fram með hrísgrjónum eða núðlum.


þessari uppskrift að Kjúklingur með ananas er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingur með ananas
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Kjúklingur með ananas