Kjúklingur í Bristol Cream


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2562

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur í Bristol Cream.

½ lítri rjómi
4 kjúklingabringur
½ flaska af Bristol Cram sherry
1 teningur nautakraftur
1 askja hreinn rjómaostur
1 rautt epli
1 laukur
1 askja sveppir
1 bréf beikon, cirka 8 sneiðar
Sítrónupipar



Aðferð fyrir Kjúklingur í Bristol Cream:

Skerið sveppina í sneiðar og steikið á pönnu, ásamt beikoninu. Myljið beikonið. Setjið sveppi og beikon saman við rjómastinn. Skerið bringurnar upp og fyllið með blöndunni. Brúnið kjúklinginn á pönnu og kryddið með sítrónupipar. Setjið þær því næst í eldfast mót. Látið þær malla við 170 gráður í rúman klukkutíma.

Steikjið lauk og epli í potti. Setjið sherry í pottinn og látið þetta sjóða niður um helming. Bætið rjóma í og látið það sjóða smá niður. Setjið nautakraft í og smá smurost. Berið fram með hrísgrjónum og brauði.

þessari uppskrift að Kjúklingur í Bristol Cream er bætt við af Sylvíu Rós þann 29.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingur í Bristol Cream
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklingur í Bristol Cream