Kjúklingasalat með beikoni


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4000

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingasalat með beikoni.

1 pakki kjúklingalundir eða 3 bringur.
1 pakki beikon (því stærri því betri)
Dala fetaostur (með bláa miðanum)
1 pakki garðsalat
1/2 rauðlaukur
1/2 græn paprika
1/2 gúrka
1/2 pakki sveppir
Sólblómafræ
Salt og pipar

Aðferð fyrir Kjúklingasalat með beikoni:

Kjúklingurinn er skorinn niður í litla bita og steiktur á pönnu þar til hann fer að brúnast vel, kryddaður með salti og pipar.
Beikon sett á smjörpappír á bökunarplötu og eldaður í miðjum ofni, við 180 gráður, í um það bil 15 mínútur.

Sólblómafræin steikt á pönnu.

Laukur, paprika, sveppir og gúrka skorin niður og sett í skál með salatinu. Fetanum og sólblómafræunum bætt út í, þar næst er beikonið tekið og klippt niður í búta útí salatið.
Að lokum er kjúklingnum bætt við og öllu saman blandað vel saman.

Gott er að láta kjúklingin og beikonið kólna aðeins áður en því er bætt út í salatið.

Hægt er að útfæra þetta á marga vegu. Áætlaður eldunartími er um 30 mínútur.

þessari uppskrift að Kjúklingasalat með beikoni er bætt við af Ari og Hrafnhildur þann 09.01.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingasalat með beikoni
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklingasalat með beikoni