Kjúklingarúlla


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3240

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingarúlla.

110 grömm hreinn rjómaostur
2 matskeiðar majones
1 matskeið Dijon sinnep
1/4 teskeið svartur pipar
3 tortillakökur
1 bolli saxað, soðið eða steikt kjúklingakjöt
3/4 bolli gulrætur, saxaðar eða rifnar
1 græn paprika, söxuð
3 matskeiðar saxaður vorlaukur eða blaðlaukur

Aðferð fyrir Kjúklingarúlla:

Hrærið saman rjómaosti, majonesi, sinnepi og pipar. Smyrjið rjómaostahrærunni á tortillakökur, en ekki alveg út á brúnir. Skiptið kjúklingakjöti, gulrótum og lauk á kökurnar og rúllið þeim upp. Berið fram eina á mann eða skerið í bita.

þessari uppskrift að Kjúklingarúlla er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 25.03.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingarúlla
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Kjúklingarúlla