KjötbollurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4183 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjötbollur. Cirka 250 gröm nautahakk Cirka 250 gröm lambahakk 1 egg 1 matskeið hveiti ½-1 desilíter léttmjólk 2 hvítlauksgeirar 8 sólþurrkaðir tómatar (leggið í bleyti) 20 gröm hnetukjarnar 3 stilkir ferskt rósmarín Salt og pipar 1 matskeið olívuolía Kartöflusalat: 1 kíló litlar kartöflur 1 rauður chili 2 skarlottulaukur 2 hvítlauksgeirar 1 teskeið karry 1 teskeið kúmen 2 kanelstangir 200 gram brauð Aðferð fyrir Kjötbollur: Hrærðu kjötið saman við egg, hveiti og mjólk. Skerðu niður hvítlauk, sólþurrkaða tómata og hnetukjarna og blandaðu í kjötið. Kryddið með rósmaríni, salti og pipar. Látið standa í cirka hálftíma áður en búnar eru til bollur. Steikið bollurnar í 4 mínútur á hverri hlið, á pönnu með olíu. Skolið kartöflurnar og skerið þær í tvennt. Hreinsið kjarnan úr chiliinu og skerið það í bita ásamt lauk og hvítlauk. Hitið olíu í potti og léttsteikið laukinn og hvítlaukinn. Kryddið með karrý og kúmeni. Veltið kartöflunum uppúr kryddblöndunni í pottinum, þangað til þær hafa fengið smá lit. Bætið vatni í pottinn þannig að það nær yfir kartöflurnar og bætið chili og kanel í. Sjóðið kartöflurnar. Þegar þær eru tilbúnar, hellið þeim í sigti. Berið svo fram með kjötbollum og brauði. þessari uppskrift að Kjötbollur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.07.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|