Kex-kaka


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3545

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kex-kaka.

3 eggjahvítur
1/4 teskeið cream of tartar
1 bolli sykur
36 saltkex, mulin
1 bolli saxaðar hnetur
1 teskeið vanilludropar

100 grömm smjör
60 grömm suðusúkkulaði
1 bolli sykur
4 matskeiðar hveiti
2 egg

300 grömm suðusúkkulaði
150 grömm smjör
4 eggjarauður
6 eggjahvítur
3 matskeiðar sykur
1/2 desilíter kalt vatn
2 matskeiðar matarlímsduft

1/4 bolli sykur
2 1/2 matskeiðar kakó
2 bollar rjómi

Aðferð fyrir Kex-kaka:

Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið bökunarpappír í botninn á 26 cm klemmuformi. Stífþeytið eggjahvíturnar með cream of tartarar og sykri. Blandið saltkexi, hnetum og vanillu varlega í. Setjið deigið í mótið og bakið í u.þ.b. 15 mínútur, kælið aðeins.
Bræðið smjör og súkkulaði í potti við vægan hita. Takið pottinn af hitanum. Blandið sykri hveiti og eggjum út í og þeytið. Hellið þessu yfir kökuna og bakið í 35 - 40 mín. til viðbótar. Látið kólna til fulls. Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði og látið kólna aðeins. Hrærið eggjarauðurnar út í, einni í einu. Þeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum út í og stífþeytið. Blandið 1/4 af eggjahvítunum út í súkkulaðihræruna, til að byrja með og síðan því sem eftir eru. Setjið matarlímsduftið út í kalda vatnið, hitið og hrærið gætilega. Blandið því gætilega út í súkkulaðihræruna. Hellið yfir kökuna í mótinu. Kælið vel og takið kökuna varlega úr mótinu. Blandið kakói og sykri í rjómann og þeytið. Setjið kremið utan á alla kökuna.

þessari uppskrift að Kex-kaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 22.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kex-kaka
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Kex-kaka