KartöflupestóÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4145 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kartöflupestó. 2 desilítrar matarolía 200 grömm kartöflur, soðnar 1 búnt basílika Handfylli af klettakáli eða spínati 70 grömm pistasíukjarnar eða hvers konar möndlur eða hnetur 2 hvítlauksgeirar 2 matskeiðar parmesanostur Salt og nýmalaður pipar Aðferð fyrir Kartöflupestó: Setjið allt nema kartöflurnar í matvinnsluvél og maukið vel. Stappið kartöflurnar þegar þær eru orðnar kaldar og setjið saman við. Setjið í krukkur og geymið í kæli. Þetta pestó er virkilega gott ofan á brauð og kex en líka hægt að smyrja því ofan á allskonar grillmat, bæði kjöt og fisk eða kjúkling. þessari uppskrift að Kartöflupestó er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|