Kalkúnabringa með eplum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7018

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kalkúnabringa með eplum.

1 kalkúnabringa cirka 800-1000 grömm
Salt og pipar
20 grömm smjör
2 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur
3 epli
10 þurrkaðar aprikósur
1 rauðlaukur
25 grömm smjör
Salt og pipar


Aðferð fyrir Kalkúnabringa með eplum:

Kryddið kalkúnabringuna með salti og pipar. Leggjið hana í eldfast mót. Bræðið 20 grömm smjör og hellið því yfir. Brúnið kjötið í 15 mínútur, í ofninum við 225 gráður. Hellið soðinu í og steikið kjötið áfram við 160 gráður, í 45-50 mínútur. Pakkið kjötinu inn á álpappír og látið það standa í 20 mínútur. Skerið það þvínæst í þunnar sneiðar.

Sigtið soðið. Skerið eplin í báta (með hýðinu). Skerið aprikósurnar í ræmur. Skerið laukinn í báta. Steikið eplin og laukinn í smjöri þar til það verður gullinbrúnt. Hellið soðinu frá kjötinu á pönnuna og bætið aprikósunum útí. Látið þetta malla í 4-5 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Berið fram með kjötinu.


þessari uppskrift að Kalkúnabringa með eplum er bætt við af Sylvíu Rós þann 26.03.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kalkúnabringa með eplum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kalkúnabringa með eplum