Kálfakjötbollur með gúrkusalati


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 2088

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kálfakjötbollur með gúrkusalati.

500 grömm kálfahakk
1 matskeið salt
1 teskeið nýmulinn pipar
1 egg
1 desilítri léttmjólk
1 stórt búnt ferskar kryddjurtir (eftir smekk)
1 saxaður laukur
1 gúrka
2 þroskaðir tómatar
1 matskeið ólífuolía
1 matskeið balsamico
Salt og pipar
1 matskeið olía


Aðferð fyrir Kálfakjötbollur með gúrkusalati:

Setjið kjöt, salt og pipar í skál og hrærið saman. Bætið eggjum og mjólk í. Hrærið þetta vel saman.
Saxið kryddjurtirnar, leggjið 1 matskeið til hliðar og hellið afgangum í skálina. Hrærið þessu saman ásamt lauknum.

Skerið gúrkuna og tómatana í teninga og setjið í skál. Hellið ólífuolíu, balsamico, salti, pipar og kryddjurtunum (1 msk.) í. Hrærið þetta saman og leggjið til hliðar.

Hitið pönnu við meðalhita og hellið olíu á. Mótið litlar bollur með teskeið og steikið, þegar olían er mjög heit.
Berið fram með gúrkusalatinu og evt. kartöflum eða brauði.


þessari uppskrift að Kálfakjötbollur með gúrkusalati er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kálfakjötbollur með gúrkusalati
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Kálfakjötbollur með gúrkusalati