JarðaberjamuffinsÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8621 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Jarðaberjamuffins. 125 grömm mjúkt smjör 150 grömm sykur 3 stór egg 1 teskeið vanillusykur ½ desilítri mjólk 225 grömm hveiti 1 ½ teskeið lyftiduft Flórsykur 250 grömm fersk jarðaber Þeyttur rjómi Aðferð fyrir Jarðaberjamuffins: Hrærið smjör og sykur saman. Bætið eggjunum í, einu í senn. Hrærið vanillusykri og mjólk saman við. Sigtið hveiti og lyftiduft í. Hrærið deginu saman og setjið í 12 smurð muffinsform. Bakið við 180 gráður, í cirka 20 mínútur. Látið kólna. Skolið jarðaberin og skerið þau niður í litla bita. Blandið jarðaberjunum saman við þeyttan rjóma og smakkið til með flórsykri. Skerið toppinn af kökunum og borið smá innan úr þeim með skeið. Setjið jarðaberjarjóman í og leggjið lokið (toppinn) aftur á. Stráið flórsykri yfir. þessari uppskrift að Jarðaberjamuffins er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|