HveitibollurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 16409 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hveitibollur. 4 teskeiðar þurrger 5 desilítrar volgt vatn 1 ½ teskeið salt 100 grömm smjör 200 grömm heilhveiti 500 grömm hveiti Egg til penslunar Aðferð fyrir Hveitibollur: Bræðið smjöri og blandið því saman við 3 desilítra af vatni. Setjið heilhveiti, salt og ger í skál. Hrærið smjörvatninu saman við. Bætið hvíta hveitinu út í, smá saman. Hrærið og hnoðið. Smyrjið skál með matarolíu og setjið deigið í, lokið með plastfilum og látið deigið hefast í 20 mínútur. Hnoðið deigið upp og rúllið því í lengjur. Skerið í bita og mótið bollur. Leggið bollurnar á plötu, með bökunarpappír. Látið bollurnar hefast í 20 mínútur og penslið þær svo með eggi. Stillið ofninn á 200 gráður og bakið bollurnar í 15 mínútur. þessari uppskrift að Hveitibollur er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|