HumarhalarÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4394 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Humarhalar. 400 gröm jómfrúarhumarhalar 150 gröm sveppir 4 matskeiðar smjör 1 teskeið karrý 1 1/2 desilíter þurrt hvítvín 2 desilítrar rjómi 4 matskeiðar rifinn parmesan Smjör til að smyrja mótin Aðferð fyrir Humarhalar: Pillið humarinn og fjarlægið svarta strenginn varlega. Skolið humarhalana í köldu vatni og þerrið með eldhúspappír. Hreinsið sveppina og skerið í sneiðar. Brærið 2 matskeiðar smjör í potti og hrærið karrýinu útí látið malla smá, hrærið í. Setjið humarhalana og sveppina í pottinn og léttsteikið í cirka 2 mínútur. Hellið svo hvítvíninu í pottinn og látið malla í 4 mínútur. Hrærið rjómanum saman við. Kryddið með salti og pipar og látið malla í 3 mínútur í viðbót, við lágan hita. Hitið ofninn að 225 gráðum. Smyrjið 4 lítil eldföst mót og hellið blöndunni í. Stráið parmesanosti yfir og leggjið smjörkípur á. Setjið formin á næst efstu hillu í ofninum og bakið í cirka 10 mínútur. Í staðinn fyrir humarhala er einnig hægt að nota rækjur eða krabba. Það er mikið betra að nota nýrifinn parmesan í staðinn fyrir rifinn úr poka. þessari uppskrift að Humarhalar er bætt við af Sylvíu Rós þann 17.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|