Humarforréttur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 9327

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Humarforréttur.

200 grömm sveppir
1 teskeið sítrónusalt
250 grömm humar
2 1/2 desilítrar soð
40 grömm smjör
3 matskeiðar hveiti
1 1/4 desilítrar rjómi
2 matskeiðar þurrt shérrý
Salt
Pipar
2 matskeiðar brauðmylsna
4 matskeiðar rifinn ostur
20 grömm smjör


Aðferð fyrir Humarforréttur:

Hreinsið sveppina, skerið þá í sneiðar og hellið sítrónusafanum yfir. Sjóðið humarinn og slítið. Geymið soðið. Steikið sveppin í smjöri í potti í u.þ.b. 4 mínútur. Hellið soðinu af humrinum yfir. Hrærið hveitið með einum desilítra af köldum vökva og hellið í. Látið sjóða í 5 mínútur. Takið pottinn af hitanum og hrærið rjóma og shérrý saman við. Kryddið með salti og pipar. Skerið humarinn í bita og hitið upp í jafningnum. Hellið jafningnum í 6 lítil eldföst mót eða skeljar. Blandið saman osti og brauðmylsnu og stráið yfir. Setjið smjörbita á hverja skel. Bakið við 220 gráður í 15 mínútur. Berið fram sem forrétt með ristuðu brauði.

þessari uppskrift að Humarforréttur er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Humarforréttur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Forréttir  >  Humarforréttur