Humar í kampavínssósuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7606 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Humar í kampavínssósu. 1 kíló skelflettur humar 1 meðalstór laukur, fínsaxaður 2 matskeiðar smjör 2 matskeiðar olía ½ rauð og ½ græn paprika, skorin í teninga Salt og pipar Kampavínssósa: 2 desilítrar þurrt freyðivín 1 peli rjómi Fiskikraftur Kjötkraftur Maizena mjöl til að þykkja Aðferð fyrir Humar í kampavínssósu: Sjóðið freyðivínið í potti ásamt rjómanum. Bætið krafti út í og þykkið með maizena. Kryddið með salti og pipar. Steikið humarinn upp úr smjöri og olíu á stórri pönnu ásamt lauknum. Kryddið. Hellið sósunni yfir og setjið paprikurnar út í. Látið þetta malla í eina mínútur. Berið fram með ristuðu brauði og smjöri. þessari uppskrift að Humar í kampavínssósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 29.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|