Hollur kjúklingaréttur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 9851

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hollur kjúklingaréttur .

Kjúklingabitar
Basmati hrísgrjón
Gul paprika
Ananas í bitum (án viðbætts sykurs)
Kúrbítur
Karrý
Paprikukrydd
Salt og svartur pipar
Fitulítill rjómaostur eða fitulítill sýrður rjómi
Náttúrujógúrt
Kotasæla.


Aðferð fyrir Hollur kjúklingaréttur :

Steikið kjúklinginn á pönnu og sjóðið hrísgrjónin.

Aðferð: Byrjið á því að steikja kjúllann á pönnu og sjóða hrísgrjónin. Kryddið kjúllann með salti og (svörtum) pipar. Þegar kjúllinn er gegnumsteiktur skellið þá grænmetinu með á pönnuna þar á meðal ananasbitum. Kryddið allt klabbið með fullt af karrýi.

Búið til sósu úr hálfri dollu af rjómaosti eða 1-2 dollum af sýrðum rjóma, einni dollu af kotasælu, og hálfri stórri af náttúrujógúrt. Kryddið með fullt af paprikukryddi, karrýi, salti og pipar. Bætið hrísgrjónunum útí.

Hendið öllu í eldfast mót og látið malla í ofninum við 180° gráður á undir og yfir hita, í cirka 15 mínútur. Stráið rifnum osti yfir og látið malla svolítið lengur þangað til hann er bráðinn og ljúffengur.


þessari uppskrift að Hollur kjúklingaréttur er bætt við af Margrét J. Sigurðardóttir þann 10.11.09.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Hollur kjúklingaréttur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Hollur kjúklingaréttur