Grískur hamborgari


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 2862

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grískur hamborgari.

500 grömm nautahakk
75 grömm fetaostur
Ólífur
Salt og pipar
4 pítubrauð
Salat
1 rauðlaukur
4 stórir tómatar

Tzatziki:
1 lítil gúrka
Salt
200 grömm grísk jógúrt
1 hvítlauksgeiri
¼ desilítri ferskt oreganó, saxað


Aðferð fyrir Grískur hamborgari:

Saxið feta og ólífur og blandið þeim saman við kjötið. Búið til 4 buff úr kjötinu.
Búið til tzatziki: Skrælið gúrkuna og skerið hana langsum. Fjarlægið kjarnan með skeið. Rífið gúrkuna gróft og stráið salti yfir. Látið drjúpa af henni í sigti, í cirka 15 mínútur. Skolið saltið af og pressið allan vökva úr. Hrærið gúrkuna saman við jógúrtina, hvítlauk og oregano. Smakkið til með salti.
Skerið lauk og tómata í sneiðar. Grillið eða steikið kjötið, í cirka 3 mínútur á hvorri hlið og kryddið aukalega, eftir smekk.
Ristið pítabrauðin og fyllið með tómat, lauk, kjöti og tzatziki. Berið fram með kartöflubátum krydduðum með oreganó.


þessari uppskrift að Grískur hamborgari er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Grískur hamborgari
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Grískur hamborgari