Grillspjót með jógúrtsósuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4119 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillspjót með jógúrtsósu. 500 grömm nautahakk 1 teskeið pipar 1 matskeið hveiti 1 matskeið tómatpúrra 1 laukur Púrrlaukur 1 matskeið kalt vatn 8 tréspjót Sósa: 3 desilítrar hrein jógúrt 1 teskeið dijonsinnep Púrrlaukur Sykur á hnífsoddi Salt og pipar Aðferð fyrir Grillspjót með jógúrtsósu: Látið drjúpa úr jógúrtinu, við að hella því í kaffisíu. Setjið kjötið í skál og bætið salti, pipar, hveiti og tómatpúrru í. Saxið laukinn og setjið hann í, saxið 3 matskeiðar af púrrlauk og bætið honum við. Bætið einnig 1 matskeið af köldu vatni við og hnoðið þetta allt saman. Deilið kjötinu í 8 hluta og búið til 8-10 cm langar pulsur úr þeim. Stingið pulsunum á spjótin og grillið þau í cirka 6 mínútur á hvorri hlið. Það er líka hægt að steikja kjötið í ofni, við 250 gráður í cirka 14 mínútur. Hrærið jógúrt og dijonsinnepi saman. Saxið púrrlauk og bætið honum í. Smakkið til með salti, pipar og sykri. Berið fram með kartöflubátum og salati. þessari uppskrift að Grillspjót með jógúrtsósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|