Grillaður lax


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 11968

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillaður lax.

1 stórt laxflak
1 krukka Mango chutney sweet sósa
1 poki pistasíuhnetur

Meðlæti:
Grillaðir tómatar

Bakaðar kartöflur með kryddjurtarjóma:
1 1/2 desilíter sýrður rjómi
50 grömm majones
2 stilkar steinselja
1 teskeiðar þurkað estragon
1 vorlaukur
1 matskeiðar sætt sinnep

Aðferð fyrir Grillaður lax:

Laxinn settur á álpappír, Mango chutney sósan smurð ofan á flakið. Pistasíuhneturnar saxaðar smátt, ristaðar á þurri pönnu og sáldrað yfir laxinn. Leggið álpappír yfir og pakkið laxinum inn. Gott er að láta þetta marinera í 4-6 klukkustundir áður en laxinn er settur á grillið. Grillið í cirka 10 mínútur.

Penslið tómatana með olíu og steikið þar til þeir verða hæfilega mjúkir, Kryddið tómatana með salti þegar skinnið fer að springa.

Kryddjurtarjómi:
Sýrður rjómi og majones hrært vel saman, fíntsaxaðri steinselju og vorlauk ásamt estragoni bætt út í. Bragðbætt með salt og grófmöluðum pipar.

þessari uppskrift að Grillaður lax er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 26.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Grillaður lax
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Lax  >  Grillaður lax