Grillaður humarÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 31785 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillaður humar. 1-2 kiló humar klipptur langsum eftir skelinni hálfur poki fersk steinselja 4-6 hvítlauksgeirar 1 bolli olífuolía Ómissandi sósa með humrinum 3-4 hvítlauksgeirar 1/2 líter rjómi 1 teningur kjötkraftur 1 pakki gráðostur (blár) Afgangurinn af steinseljunni Salt Evt. smá sletta af hvítvíni Aðferð fyrir Grillaður humar: Hvítlaukur og steinselja skorin smátt og sett út í olíuna. Humarinn penslaður í sárið (vel) og látinn liggja í skál í cirka 15-20 mínútur. Á meðan er sósan búin til. Hvítlauksgeirarnir eru skorin smátt og svissaðir í olíu á pönnu. Rjóma, gráðosti og kryddi bætt út í og látið malla smá stund og osturinn látinn bráðna vel. Humarinn er grillaður, mikið atriði er að grilla hann bara á skelinni og ekki snúa sárinu niður. Þegar smá froða myndast á fiskinum er hann tilbúinn. Berið fram með sósunni og ristuðu brauði. Þessa sósu má nota með hvaða fiski sem er og er t.d. góð með grillaðri lúðu og skötusel. þessari uppskrift að Grillaður humar er bætt við af Elinborgu þann 13.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|