Grillaðar kartöflurÁrstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6722 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillaðar kartöflur. 20 sihtake sveppir 20 kartöflusmælki forsoðin (hægt að nota forsoðnar parísarkartöflur) 20 ml. hvítlauksolía 3 greinar garðablóðberg Salt Pipar 100 ml. ólífuolía Rósmarin til penslunar Aðferð fyrir Grillaðar kartöflur: Blandið saman soðnum kartöflum og sveppum í skál. Kryddið með hvítlauksolíu, garðablóðbergi, salti og pipar. Þræðið sveppina og kartöflurnar á spjót, (gott að láta spjótin liggja í köldu vatni í 10 mínútur fyrir þræðingu). Penslið grillið með rósmarin sem er búið að binda upp eins og pensil, grillið eftir smekk. þessari uppskrift að Grillaðar kartöflur er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|