Góð súkkulaðikakaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 0 - Fitusnautt: Nei - Slög: 11646 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Góð súkkulaðikaka. 4 desilítrar hveiti 3 desilítrar sykur 1 1/2 desilítri smjörlíki (brætt) 2 desilítrar mjólk 1 1/2 teskeið lyftiduft 1/2 teskeið matarsóti 1 teskeið salt 2 egg 2 matskeiðar kakó Krem: 200 grömm smjörlíki 2 matskeiðar vatn 2 matskeiðar kakó 300 grömm flórsykur 1 eggjarauða Aðferð fyrir Góð súkkulaðikaka: Botnar: Blanda öllum hráefnum, nema egginu, saman í skál. Hrærið í 2 mínútur. Hrærið svo eggjunum útí, (hrærið í 2 mínútur). Hellið deginu í tvö janf stór form. Bakið í 35 mínútur á 175 gráðum. Krem: Helmingur af smjörlíkinu og vatnið soðið saman. Flórsykur, kakó og hinn helmingurinn af smjörlíkinu (brætt) hrært saman. Svo er vatninu og smjörlíkinu hrært saman við og að lokum eggjarauðunni, hrærið vel. Smyrjið kreminu á milli botnana og ofan á. Rosalega góð með mjólk og rjóma! þessari uppskrift að Góð súkkulaðikaka er bætt við af Dagbjört Lind þann 11.11.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|