Fylltar svínalundirÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 10177 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fylltar svínalundir. 1 svínalund, cirka 500 grömm Salt og pipar 75 grömm parmaskinka í sneiðum 1 laukur Fylling: 12 þurrkaðar aprikósur 25 grömm valhnetukjarnar 1 matskeið hunang Salat: 1 hjartasalat 4 þurrkaðar aprikósur 2 appelsínur 1 þroskuð pera 1 lítill salatlaukur 40 grömm valhnetukjarnar 100-125 grömm klettasalat Dressing: Appelsínusafi 1 teskeið olía Aðferð fyrir Fylltar svínalundir: Snyrtið svínalundina og þerrið. Skerið kjötið hálft í gegn, langsum. Kryddið með salti og pipar. Blandið valhnetur, aprikósur og hunang saman í blandara. Leggjið skinkuna á borð þannig að þær myndi plötu. Troðið fyllingunni í skurðinn á kjötinu. Leggjið kjötið neðst á “skinkuplötuna” og rúllið henni upp kringum kjötið. Skerið laukinn í þunna hringi og leggjið hann í eldfast mót. Setjið kjötið ofan á. Setjið kjötið í kaldan ofninn, kveikið á 160 gráður og steikið kjötið, í 35 mínútur. Rífið blöðin af salatinu og skerið aprikósurnar í strimla. Skerið endana af appelsínunum og skerið börkinn af með beittum hníf. Skerið appelsínunar í þunna báta, yfir skál svo saftið drjúpi þar í. Skerið peruna í þunna báta. Skerið laukinn smátt. Hakkið hneturnar gróft. Hellið þessu öllu í skál (ekki með appelsínusafanum) ásamt klettasalatinu. Hrærið appelsínusafa, olíu, salti og pipar saman og hellið yfir salatið. þessari uppskrift að Fylltar svínalundir er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|