Fylltar perurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3370 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fylltar perur. 2 perur Safi úr hálfri sítrónu 50 grömm gráðostur 1/2 desilítri rjómi Aðferð fyrir Fylltar perur: Þvoið og þerrið perurnar. Skerið þunna sneið af þykkari enda hvorrar peru, svo að þær standi betur. Skerið 2-3 cm sneið af mjóa endanum og fjarlægið hluta af aldinkjötinu með teskeið. Látið sítrónusafa drjúpa á innanverðar perurnar. Hrærið saman gráðaost og rjóma (ekki öllum rjómanum, ekki er víst að þörf sé á því). Hrærið aldinkjötinu saman við og þynnið með rjómanum sem eftir er, ef þörf krefur. Þetta miðast við að auðvelt verði að sprauta fyllingunni í perurnar. Sprautið svo fyllingunni í og kælið réttinn áður en þið berið hann fram. þessari uppskrift að Fylltar perur er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.01.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|