Fyllt lambalæriÁrstíð: Áramót - Fyrir: 8 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7683 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fyllt lambalæri. 2 kíló lambalæri, úrbeinað Salt Pipar Þurrkað timian á hnífsoddi eða ferskt mulið 225 grömm ferskir sveppir, saxaðir 150 grömm smjör 2 stórir laukar, saxaðir 2 matskeiðar hveiti 2 matskeiðar rjómi 200 grömm hreinn rjómaostur 1/2 bolli brauðmylsna Garn (til að vefja kjötið) Aðferð fyrir Fyllt lambalæri: Stráið kryddinu yfir kjötið. Látið lauk og sveppi krauma í hluta af smjörinu, þar til þeir verða meyrir. Setjið laukinn og sveppina í blandara ásamt hveiti, rjóma og rjómaosti í nokkrar mínútur. Hellið blöndunni í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið í allan tímann. Takið pottinn af hellunni og bætið brauðmylsnunni saman við. Smakkið til med salti, pipar og timian. Smyrjið fyllingunni á kjötið, rúllið því svo upp og vefjið með garni. Stráið kryddi yfir alla rúlluna. Hitið grillið á "high" og lækkið síðan á "medium low " Fjarlægið grillgrindina og setjið grillbakkann beint ofan á glóðina. Stingið grillteininum gegnum kjötvafninginn og tryggið að kjötið sé vel fast. Látið snúast yfir glóðinni í cirka 2 klukkustundir. Penslið með smjöri, af og til, á meðan og gætið þess að bakkinn sé undir kjötinu. Einnig má grilla kjötið á grillbakka ofan á grindinni í um 1 klukkustund. Slökkvið á grillinu og látið kjötið bíða í 20-30 mínútur. Berið kjötið fram með bökuðum kartöflum og salati. Steikingartími er alltaf svolítið breytilegur eftir smekk hvers og eins. Ef afgangur verður af fyllingunni má nota hana í sósu með kjötinu. þessari uppskrift að Fyllt lambalæri er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 30.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|