Frábærar súkkulaðismákökurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 0 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5265 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Frábærar súkkulaðismákökur. 175 grömm Síríus suðusúkkulaði 125 grömm smjör 2 egg 100 grömm sykur 75 grömm púðursykur, gjarnan ljós 2 teskeiðar vanilludropar 75 grömm hveiti 25 grömm kakóduft 1 teskeið lyftiduft 1/4 teskeið salt 200 grömm súkkulaðidropar 100 grömm heslihnetuflögur Aðferð fyrir Frábærar súkkulaðismákökur: Hitið ofninn í 180 gráður. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita og hrærið stöðugt þar til það er slétt og samlagað. Takið pottinn þá af hitanum. Setjið egg, sykur, púðursykur og vanilludropa í skál og þeytið þar til blandan er létt og ljós. Þeytið súkkulaðismjörinu saman við í mjórri bunu. Sigtið hveiti, kakóduft, lyftiduft og salt yfir og hrærið. Blandið að lokum súkkulaðidropum og hnetuflögum saman við deigið. Setjið deigið á pappírsklæddar bökunarplötur með tveimur teskeiðum og hafið gott bil á milli, kökurnar fljóta dálítið út. Lagið kökurnar e.t.v. ögn með blautum fingurgómum ef þær eru ekki alveg kringlóttar og fletjið toppinn svolítið. Bakið þær ofarlega í ofni, í 7-8 mínútur - þær virðast e.t.v. ekki alveg fullbakaðar en það er allt í lagi, látið þær bara kólna á plötunni í nokkrar mínútur og færið þær síðan yfir á grind. Það fást um 50 smákökur úr uppskriftinni! þessari uppskrift að Frábærar súkkulaðismákökur er bætt við af Perla S. þann 25.10.09. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|