Forréttur með skötusel


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7241

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Forréttur með skötusel.

300 grömm skötuselur
250 grömm kræklingur
3 matskeiðar smjör og olía
3 teskeiðar karrý
2 teskeiðar paprikukrydd
3 teskeiðar hvítlaukur
Hnífsoddur saffran
1 rauðlaukur smátt skorinn
½ teskeið grófmalaður svartur pipar
Rjómi og rauð vínber

Aðferð fyrir Forréttur með skötusel:

Kryddið er látið krauma saman á pönnunni í 1-2 mínútur. Fiskurinn skorinn í teninga og látinn út í. Veltið honum á pönnunni í 1-2 mínútur. Salti stráð yfir. 2-3 desilítrar rjómi og smá hvítvín sett út á. Skelfiskurinn fer síðastur út í ásamt 15-20 rauðum vínberjum, skorin í tvennt og steinhreinsuð. Suðan látin koma upp, pannan tekin af hellunni og látin standa í nokkrar mínútur.


þessari uppskrift að Forréttur með skötusel er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Forréttur með skötusel
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Forréttur með skötusel