FlatbrauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5610 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Flatbrauð. 7 desiítrar hveiti 2 desilítrar spelt 1 teskeið sjávarsalt 1 teskeið lyftiduft eða vínsteinslyftiduft 1 teskeið þurrkað tímian ½ teskeið þurrkað rósmarín 2-3 matskeiðar jómfrúarolía eða venjuleg ólífuolía 2 ½ desilítri vatn Olía til penslunar Aðferð fyrir Flatbrauð: Sjóðið vatn. Sigtið hveitið í skál og bætið spelti, salti, lyftidufti og kryddið saman við. Setjið jómfrúarolínuna og vatnið út í og hnoðið degið í tvær mínútur í hrærivél, við meðalhraða. Formið kúlu úr deiginu og látið það standa í 30 mínútur. Skiptið deginu í 12 hluta og fletjið þá út í kringlóttar kökur. Penslið pönnukökupönnu og steikið brauðið í u.þ.b 1 mínútur á hvorri hlið eða þar til það er ljósbrúnt. þessari uppskrift að Flatbrauð er bætt við af Sylvíu Rós þann 02.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|