Fasanabringa í parmaskinkuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2402 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fasanabringa í parmaskinku. 1 fasani 3 þunnar sneiðar parmaskinka eða önnur loftþurrkuð skinka 1 búnt ferskt basilikum Þráður til að binda með 1 desilíter marsala ½ desilítri koníak 2 desilítrar kjötkraftur Kartöflumús: 1 bökunarkartafla 1 pottur sjóðandi vatn 1 matskeið sýrður rjómi 1 matskeið smjör 1 púrrlaukur Marinaði: 2 rauðlaukar 2 desilítrar rauðvín 2 matskeiðar púðursykur 1 negull Allrahanda Smjör Aðferð fyrir Fasanabringa í parmaskinku: Skerið bringuna af fasananum. Rúllið skinkunni út og stráið basilikum á hana, rúllið svo fasananum inn í skinkuna og bindið. Skerið rauðlauk í báta og setjið hann í pott ásamt púðursykri og kryddi. Steikið fasanabringurnar á pönnu. Skerið kartöfluna í bita og sjóðið. Skerið púrrlaukinn í strimla og setjið hann í pottinn með kartöflunni, þar til hann verður mjúkur. Sigtið kartöflubitana og púrrlaukinn frá, hellið vatninu úr pottinum og látið kartöflurnar þorna smá. Hrærið sýrum rjóma útí og kryddið með salti og pipar. Skerið meiri púrrlauk smátt og steikið örlítið. Blandið saman við kartöflumúsina. Eldsteikið fasanan með koníaki og marsala. Hellið kjötkrafti á pönnuna og búið til sósu. Sigtið rauðlaukinn upp úr rauðvínssírópinu Leggjið kartöflumús á disk, skerið bringuna upp og leggjið ofaná. Legjið rauðlauk í kringum ásamt sósu og skreytið með basilikum. þessari uppskrift að Fasanabringa í parmaskinku er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|