EplabúðingurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5108 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Eplabúðingur. 5 epli skorin í 1 cm þykkar sneiðar 250 grömm hveiti 2 matskeiðar lyftiduft 200 grömm flórsykur 2 desilítrar mjólk 150 grömm smjör 2 egg 150 grömm muscvadosykur eða ljós púðursykur 3 desilítrar vatn 1 desilítri sýróp Flórsykur til skrauts Aðferð fyrir Eplabúðingur: Hitið ofninn í 180 gráður, smyrjið ofnfast mót. Raðið eplunum í botinn. Hrærið saman smjöri, flórsykri og eggi þar til það er ljóst og létt. Blandið saman hveiti og lyftidufti og hrærið saman við. Hellið yfir eplin. Komið upp suðu á púðusykr,i sýrópi og vatni. Látið sykurinn leysast upp. Hellið jafnt yfir búðinginn og bakið í 30-35 mínútur eða þar til toppurin er gullinn og stökkur. Stráið fórsykri yfir og berið fram með þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu. þessari uppskrift að Eplabúðingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|