Eftirréttur með berjum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 0 - Fitusnautt: Nei - Slög: 2869

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Eftirréttur með berjum.

250 grömm þroskuð jarðaber
125 grömm þroskuð hindber
125 grömm bláber
4 matskeiðar freskur appelsínusafi
3 desilítrar rjómi
2 matskeiðar tært fljótandi hunang
3 desilítrar hrein jógúrt
2 matskeiðar flórsykur

Aðferð fyrir Eftirréttur með berjum:

1. Þvoðu alla ávextina og taktu nokkra frá (þeir verða notaðir til skreytinga). Fjarlægðu stönglana af jarðaberjunum og skerðu þau í fjórðunga.
2. Settu appelsínunusafann, flórsykurinn og helminginn af ávöxtuum í matvinnuvél. Settu lokið örugglega á og hrærðu vel.
3. Sigtaðu þetta svo ofan í skál, til að skilja steina og aldinkjöt frá. Notaðu trésleif til að pressa safann úr.
4. Hrærðu því sem eftir er af ávöxtunum saman við ávaxtamaukið
(þó ekki ávextina sem þú settir til hliðar í skrefi 1).
5. Léttþeyttu rjómann í stórri skál, hann er tilbúinn þegar hægt er að búa til toppa (þú getur notað ragmagsþeytara hér ef þú vilt).
6. Blandaðu jógúrtinni, hunanginu og helmingnum af ávaxtamaukinu saman við rjóman og settu í glös, til skiptis við ávaxtamaukið sem eftir var.
7. Síðan skreytirðu glösin og berð fram.

þessari uppskrift að Eftirréttur með berjum er bætt við af Eygló Freyja Þrastadóttir þann 07.08.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Eftirréttur með berjum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Eftirréttir  >  Eftirréttur með berjum