Cajun skinkusnitsel


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3208

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Cajun skinkusnitsel.

2 skinkusnitsel, cirka 125 grömm hver
15 grömm smjör eða olía

Cajunblanda:
2 teskeiðar paprika
1 teskeið salt
½ teskeið hvítlauksduft
¼ teskeið cayennepipar
¼ teskeið svartur pipar
½ teskeið Herbes de Provence

Pastasósa:
1 lítill laukur
1 hvítlauksgeiri
2-3 stilkar sellerí
½ matskeið olía
½ dós hakkaðir tómatar
1 teskeið þurrkað oregano
200 grömm pasta


Aðferð fyrir Cajun skinkusnitsel:

Blandið öllu kryddinu saman í cajunblönduna.

Pasta:
Saxið laukinn smátt og steikið hann ásamt hvítlauk og sellerí, í potti með olíu. Bætið hökkuðum tómötum, oregano, salti og pipar í og látið sósuna malla, við lágan hita, í cirka 15 mínútur. Smakkið til.
Sjóðið pastað og blandið því saman við sósuna.

Þerrið snitselin og stráið kryddblöndunni yfir, á báðar hliðar. Bræðið smjörið á pönnu, við háan hita og brúnið kjötið á báðum hliðum. Lækkið hitan og steikið kjötið áfram í cirka 1 1/2-2 mínútur á hvorri hlið.


þessari uppskrift að Cajun skinkusnitsel er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Cajun skinkusnitsel
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Svínakjötsuppskriftir  >  Cajun skinkusnitsel