Brauðréttur með cammenbertÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4333 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Brauðréttur með cammenbert. 6 franskbrauðsneiðar 1 Cammenbert ostur (150 grömm) 2 ½ desilítri rjómi (eða matvinnslurjómi/kaffirjómi) 6 skinkusneiðar 1 lítil græn paprika 1 litil rauð paprika Aðferð fyrir Brauðréttur með cammenbert: Hitið ofninn í 175-200 gráður. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og raðið þeim í botninn á smurðu eldföstu móti. Brytjið ostinn og bræðið. Hellið rjómanum saman við í smá skömmtum. Brytjið skinkusneiðarnar og paprikurnar smátt. Hellið ostablöndunni yfir brauðið og stráið skinkunni og paprikunum yfir. Bakið í ofni þar til rétturinn er rétt farinn að taka lit (í cirka 15 mínútur). Ostablandan er frekar þunn en hún hleypur við baksturinn. Berið fram rifsberjahlaup með. þessari uppskrift að Brauðréttur með cammenbert er bætt við af Sylvíu Rós þann 05.05.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|