Bóndadóttir með slöriÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3967 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bóndadóttir með slöri. 250 grömm rifið rúgbrauð 25 grömm smjörlíki 25 grömm sykur 100 grömm þurrkuð epli Vatn og sykur 2 desilítrar rjómi Ribsberjahlaup Aðferð fyrir Bóndadóttir með slöri: Gamalt rúgbrauð er rifið og þurrkað í bakarofni. Sykrinum blandað saman við brauðið og það brúnað í smjörlíkinu á pönnu. Sett á fat. Hræra verður í brauðinu, meðan það kólnar. Eplin sem legið hafa í litlu vatni yfir nóttina eru soðin með sykri, þar til þau eru komin hér um bil í mauk og maukið á að vera þykkt. Síðan er maukið kælt. Á botninn í skálinni er sett rúgbrauð ofan á það eplamauk, þá rúgbrauð og eplamauk og rúgbrauð. Skreytt með þeyttum rjóma og ribsberjamauki. þessari uppskrift að Bóndadóttir með slöri er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|