Bleikja með myrju![]() Árstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4356 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bleikja með myrju. Bleikjuflök Salt og pipar Njóli Hvannarstilkar Rabbabari 1 dós sýrður rjómi 1 dós köl tilbúin hvítlaukssósa Meðlæti: Íslenskt bankabygg Vatn Tómatar Gúrka Paprika Blaðlaukur ![]() Aðferð fyrir Bleikja með myrju: Flakið sjálf eða kaupið flök. Bræðið smjör á pönnu og kryddið með salti og pipar. Steikið fyrst roð megin og snúið svo flökunum við. Njóla- hvannar og rabarbaramyrja. Skolið njólablöð og skerið í strimla. Fínsaxið hvannarstilka. Sjóðið saman í saltvatni í 10 mínútur. Bætið þá út í smátt skornum rabarbaranum og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Hellið soðvatninu að mestu leiti af og hrærið saman í stöppu. Blandið saman 1 dós af sýrðum rjóma og hálfri dós af tilbúinni, kaldri hvítlaukssósu. Hrærið saman við grænmetið svo verði úr mjúk myrja.Berið fram í íslensku bankabyggi sem soðið er í saltvatni í 40 mínútur, 1 bolli á móti 2 ½ bolla af vatni. Setjið saman við skorna tómata, gúrku, papriku, blaðlauk eða annað grænmeti eftir smekk. þessari uppskrift að Bleikja með myrju er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|