BláberjamuffinsÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 13734 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bláberjamuffins. 2 egg 6 teskeiðar lyftiduft Korn úr einni vanillustöng 2 velþroskaðir bananar (maukaðir) Rifinn appelsínubörkur. Safinn úr einni appelsínu 5 desilítrar hveiti 1 desilíter súrumjólk 1 desilíter undanrenna 2 desilítrar bláber (Úr þessu verða cirka 10 muffins) Aðferð fyrir Bláberjamuffins: Þeytið eggin í skál og hrærið öll hráefnin samanvið. Setjið í muffinsform, gott er að setja muffinsformin niður í muffinsbakka (úr stáli) til stuðnings, annars er hætta á að degið renni út. Smyrjið formin ef þú notar einungis stálformin. Bakið í 30 mínútur við 180 gráður. þessari uppskrift að Bláberjamuffins er bætt við af Sylvíu Rós þann 16.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|