Bláberjaísterta


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4422

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bláberjaísterta.

Botn:
1 ½ bolli hnetur
1 lúka döðlur
3 matskeiðar agavesíróp

Ísfylling:
2 bollar macadamia-hnetur eða brasilíu/cashewhnetur
1 ½ bolli möndlu-, sojamjólk eða undanrenna
1 bolli bláber
½ bolli agavesíróp
4 matskeiðar kókosfeiti
1 teskeið vanilludropar
¼ teskeið salt


Aðferð fyrir Bláberjaísterta:

Leggið döðlur og hnetur fyrir botninn í bleyti í nokkra klukkutíma. Leggjið hnetur fyrir fyllinguna einnig í bleyti. Hellið vatninu af hnetunum. Setjið döðlur, agavesíróp og hnetur í matvinnsluvél og blandið vel saman. Setjið plastfilmu í botninn á lausbotna formi (20cm) þrýstið deginu vel niður á filmuna og jafnið botninn úr. Setjið möndlumjólk, bláber, síróp, salt, vanilludropa og hnetur í matvinnsluvél og blandið mjög vel. Bætið kókosfeitinni saman við og blandið vel. Hellið ofan á botninn og frystið. Fjarlægið plastið undan kökunni og setjið hana á disk, þegar hún er borin fram. Látið kökuna standa aðeins áður en hún er borin fram svo hægt sé að skera í hana.

þessari uppskrift að Bláberjaísterta er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Bláberjaísterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Eftirréttir  >  Bláberjaísterta