BiscottiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4738 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Biscotti. 1 egg 1 desilítri sykur ½ gramm safran ½ desilítri becel 2 ½ desilítri hveiti 50 grömm cookie hnetublanda Aðferð fyrir Biscotti: Hitið ofninn á 200 gráður. Þeytið egg, sykur og safran saman, þar til það er létt og ljóst. Setjið becel í og þeytið áfram. Setjið hveiti og hnetublönduna í og hrærið allt saman. Skiftið deiginu í tvennt og rúllið því upp í 2 lengjur. Pressið þær aðeins niður með fingrunum. Bakið í miðjum ofni, í cirka 12-15 mínútur. Látið kökurnar kólna og skerið þær niður í minni bita. Bakið bitana áfram í 6-8 mínútur. þessari uppskrift að Biscotti er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|