ÁvaxtasveiflaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2763 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ávaxtasveifla. 1 bolli hveiti 1 bolli sykur 1/2 bolli púðursykur 1/2 bolli kókosmjöl Smá salt 2 egg 1 1/2 teskeið lyftiduft 4-5 appelsínur 3 epli 100 grömm suðusúkkulaði Aðferð fyrir Ávaxtasveifla: Kreistið safann úr 2-3 appelsínum, þannig að safinn fylli 3/4 hluta af vatnsglasi. Blandið saman þurrefnunum og hrærið egg og appelsínusafa saman við. Brytjið súkkulaði og ávexti smátt og blandið þeim saman við deigið. Setjið í smurt eldfast mót og bakið við 150-170 gráður, í um það bil 45 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. þessari uppskrift að Ávaxtasveifla er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 22.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|